Enski boltinn

Everton á eftir Honda

Arnar Björnsson skrifar
Keisuke Honda.
Keisuke Honda.
Everton freistar þess að kaupa japanska fótboltakappann, Keisuke Honda. Honda hefur spilað þrjú undanfarin ár með CSKA Moskvu en samningur hans rennur út um áramót.

Liverpool Echo greinir frá því að Everton ætli ekki að bíða eftir því að samningurinn renni út og sé tilbúið að borga 5 milljónir punda fyrir Japanann.

Með kaupum á Honda gæti Everton styrkt markaðstöðu sína í Asíu en Honda er líkt og Shinji Kagawa hjá Manchester United gríðarlega vinsæll í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×