Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og unnusta hans Hafdís Björk Jónsdóttir eignuðustu son 9. júní síðastliðinn. Drengurinn, sem er fyrsta barn parsins, sem kynntist þegar það var í námi í Verslunaskóla Íslands, hefur verið nefndur Jón Tryggvi.
Jón birti mynd sem nú þegar yfir 1000 manns hafa líkað við af frumburðinum á Instagram með eftirfarandi skilaboðum:
„Jón Tryggvi Jónsson fæddist 9. júní og eru foreldrar hans í skýjunum með frumburðinn. Við þökkum allar fallegu kveðjurnar elsku vinir. Kv. JR, HB og JT."
