Nissan Juke næstum vann Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 12:46 Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent