Nissan Juke næstum vann Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 12:46 Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent