Lífið

Drekkur vín til að sanna að hún sé ekki ólétt

Söngkonan Beyonce deildi mynd á Tumblr-síðu sinni um helgina þar sem hún sést drekka vín með eiginmanni sínum Jay-Z í Berlín.

Mikið hefur verið slúðrað um að Beyonce sé ólétt en þau hjónin hafa neitað þeim orðrómi. Virðist Beyonce vera að reyna að afsanna hann enn frekar með því að mynda sig með vínglas í hönd enda óléttum konum ekki ráðlagt að drekka vín á meðgöngu.

Ágætis leið til að kveða niður kjaftasögur.

Beyonce og Jay-Z eignuðust dótturina Blue Ivy í janúar í fyrra og spurning hvort þau séu að reyna að afvegaleiða fjölmiðlamenn og aðdáendur með þessari mynd?

Stuðboltar.
Beyonce er á tónleikaferðalagi um heiminn.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.