Lífið

Ofurfyrirsæta hætt með stofnanda Twitter

Ofurfyrirsætan Lily Cole er hætt með kærasta sínum Jack Dorsey, sem stofnaði meðal annars samfélagsmiðilinn Twitter.

Lily og Jack byrjuðu saman í fyrra og sást fyrirsætan sóla sig á snekkju hans á St. Barts í janúar.

Saman á snekkju.

Jack var ekki lengi að jafna sig á sambandsslitunum og fór í frí til Japan í síðustu viku með jógakennaranum Kate Greer. Kate er búin að vera dugleg að setja myndir og myndbrot úr fríinu á netið, Lily til mikils ama.

Lily er eftirsótt fyrirsæta.
Jack hefur akkúrat engar peningaáhyggjur.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.