Lífið

Frábær stemmning á vorsýningu DanceCenter

Vorsýning DanceCenter Reykjavík var haldin við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi á dögunum.

Nemendur höfðu æft af miklum eldmóði fyrir sýninguna og á henni gafst tækifæri til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina, sem dansinn uppfyllir og sýna gestum brot af því besta.

Aðalkennari skólans, Kameron Bink úr dansþáttunum So You Think You Can Dance? steig á sviðið og var með nemendum og kennurum í glæsilegum atriðum sem vöktu mikla lukku fjölda gesta sem komu til að fylgjast með.

Nemendur á sýningunni voru frá fjögurra ára aldri til 45 ára. Fjölbreytni dansatriðana var mikil en þar mátti sjá barnadansa og ballett, jazzballett, nútímadans, jazzFunk, Break og Hip Hop.

Skráning er í fullum gangi á sumarnámskeið skólans en hægt er að fá nánari upplýsingar á dancecenter.is. Haustönn hefst síðan að nýju annan september og verður aðalkennari skólans aftur dansstjarna úr So You Think You Can Dance? ásamt íslensku fagfólki.

Hér fyrir ofan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Salnum.

Í myndasafninu hér fyrir neðan má síðan sjá allar myndirnar þar sem hægt er að skoða nánar myndir af öllum þeim fjölda sem kom fram á sýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.