Lífið

Rokkar upp og niður um 12 til 14 kíló

Leikarinn og hjartaknúsarinn Channing Tatum segist hafa mikla matarlyst sem verður til þess að hann rokkar upp og niður í þyngd á milli kvikmyndahlutverka.

“Ég er feitur krakki inní mér. Ég elska mat svo mikið að ég rokka upp og niður um tólf til fjórtán kíló á milli hlutverka,” segir Channing í viðtali við Cosmopolitan.

Augnakonfekt.

Channing er nú að leika í Jupiter Ascending í London en grínast með að hann vilji hlutverk sem krefji hann ekki um mikla hreyfingu.

Í göngutúr með Jennu konunni sinni sem á von á barni á næstu dögum.

“Mér finnst eins og ég þurfi að leika í skákmynd sem krefst lítillar hreyfingar þannig að ég geti bara borðað pítsu og tekið skák á ströndinni allan daginn. Og síðan borðað meiri pítsu og ostborgara og drukkið bjór. Það væri geðveikt. Ég gæfi allt fyrir það. Ég þarf að fara að finna þessa mynd!”

Channing átti sviðið í Magic Mike.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.