Lífið

Beyonce leyfir engar ljótar myndir

Beyonce var ekki ánægð með þessar myndir sem birtust af henni eftir tónleika hennar á Superbowl. Þóttu þær ekki sýna hennar bestu hliðar.
Beyonce var ekki ánægð með þessar myndir sem birtust af henni eftir tónleika hennar á Superbowl. Þóttu þær ekki sýna hennar bestu hliðar. Afp

Poppdívan Beyonce er með strangar ljósmyndakröfur er hún flakkar um heiminn á tónleikaferðalagi sínu, Mrs. Carter Show.

Söngkonan hefur bannað alla utanaðkomandi ljósmyndara á tónleikunum og er þess í stað með sitt eigið fólk til að sjá fjölmiðlum og myndabönkum fyrir ljósmyndum. Ástæðan er sú að hún vill leggja blessun sína yfir allar þær myndir sem birtast í fjölmiðlum.

Beyonce var víst ekki ánægð með myndirnar sem birtust af henni er hún tróð upp í hálfleik á Superbowl fyrr á árinu þar sem margar sýndu ekki bestu hliðar söngkonunnar, að hennar mati.

Söngkonan tróð upp fyrir frændur okkar í Noregi í gærkvöldi og fékk prýðisdóma. Það vakti hinsvegar athygli að Beyonce gerði þær kröfur að drykkjarvatnið baksviðs væri 21 gráðu heitt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.