Þýsku hraðbrautirnar öruggar Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2013 12:54 Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent