Lífið

Stundum langar mig að byrja aftur að drekka

Söngkonan Lana Del Rey glímdi við áfengisvandamál á sínum yngri árum og hefur verið edrú í rúmlega átta ár. Þessi 27 ára stjarna segir löngunina í áfengi stundum gera vart við sig í viðtali við tímaritið Fashion.

“Vinnan mín er mér mikilvæg en mér finnst ég ekki alltaf hljóta virðingu fyrir hana. Mig langar til að byrja að drekka aftur þegar fólki líkar ekki tónlistin mín,” segir Lana. Hún hefur sem betur fer fengið mikið hrós fyrir lagið sitt Young And Beautiful sem heyrist í kvikmyndinni The Great Gatsby. Margir trúa því að lagið verði tilnefnt til Óskarsverðlaunanna á næsta ári.

Edrú í átta ár.
“Þegar maður finnur fyrir því að fólk sem vinnur við það sama og þú virði mann er það ótrúlegt og nauðsynlegt,” segir Lana.

Hæfileikarík.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.