Lífið

Það helsta sem ég er að svolgra í mig í augnablikinu

Ellý Ármanns skrifar
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta sem býr í Sofiu í Búlgaríu æfir af kappi. Við heyrðum í stelpunni og spurðum hana hvaða heilsuvörur hún kýs að taka inn.

„Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um heilsuvörur og byrjaði mjög ung að kynna mér hinar ýmsu heilsuvörur, fæðubótaefni og vítamín. Ég skipti út á nokkurra mánaða fresti og prufa nýjar vörur þar sem ég er ekki mikið fyrir að eyða öllum deginum í að hafa áhyggjur af þessu og get líka verið frekar gleymin en reyni að hafa reglu á þessu," segir Ásdís.



Hákarlalýsi

„Eins og er þá er ég að taka inn Hákarlalýsi."

Collagen Renover

„Collagen Renover í vatn fyrir geislandi og stinna húð, liði og bakverki. Alveg frábært duft sem fæst í Vaxtarvörum."

Náttúruleg slökun

„Magnesíum duft sem heitir Náttúruleg slökun. Alveg frábært fyrir svefninn."

Engifer te

„Ég bý reglulega til engifer tee og hef drukkið að staðaldri síðustu ár."

Super B vítamín complex


„B vítamín er gott fyrir allt og hressir og kætir." 

Rhodiola rosea

„Þetta eru hreinir dropar sem fást í Búlgaríu. Þeir eru töfraefni sem fleiri ættu að kynna sér. Auka orku, vöðvamassa, minnka stress, örva hugann og eru sagðir geta læknað þunglyndi og margt fleira."



Fæðubótaefni

„Ég er núna með efni sem heitir S.A.W. sem ég tek fyrir æfingar. Þetta er dúndur efni sem gefur búst í kraftinn, eykur styrk og vinnur með vöðvunum. Það fæst líka í Vaxtarvörum ásamt Fat Killer brennsluefni sem inniheldur L carnitin, guarana, ginseng, green tea, white tea og fleira gott."

„Þetta er svona það helsta sem ég er að svolgra í mig í augnablikinu en ég æfi sirka fimm sinnum í viku þá bæði lyfti ég eða skokka úti 4-6 km í góða veðrinu hérna í Sofíu," segir Ásdís áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.