Lífið

Við erum tilbúnir í slaginn

Ellý Ármanns skrifar
Mynd/Instagram
Við heyrðum stuttlega á Pétri Erni Guðmundssyni í gærkvöldi. Pétur, sem er annar höfundur lagsins Ég á líf sem kemst vonandi upp úr í undanúrslitunum var bjartsýnn á framhaldið.

„Morgundagurinn fer í æfingar og rennsli með öllu. Við erum tilbúnir í slaginn og vel æfðir. Ætlum að gera okkar allra besta og vera landi og þjóð til sóma," sagði Pétur.

Eitthvað að lokum - skilaboð til þjóðarinnar? „Við þökkum þann stuðning sem við höfum fundið fyrir og fengið frá Íslandi og hlökkum til að flytja lagið fyrir alla Evrópu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.