Lífið

Dalvíkingar senda Eyþóri kveðjur fyrir Eurovision

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krakkarnir á Dalvík senda Eyþóri Inga kveðju sína.
Krakkarnir á Dalvík senda Eyþóri Inga kveðju sína.
Aðeins er rúmur sólarhringur þangað til Eyþór Ingi Gunnlaugsson, okkar maður, stígur á svið í Malmö og flytur framlag Íslendinga til Eurovision 2013. Af því tilefni bjuggu hans nánustu vinir og ættingjar til stuðningskveðju sem þeir birtu síðan á myndskeiðavefnum YouTube.

Á myndskeiðinu bregður meðal annars fyrir Halldóri Gunnlaugssyni, langafa Eyþórs, Dóróþeu Reimarsdóttur, kennara Eyþórs í Dalvíkurskóla, Úlfhildi Emblu Klemensdóttur, sjö ára Dalvíkurmær, og fleiri góðum stuðningsmönnum Eyþórs. Að sjálfsögðu sendi Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkur, honum svo líka kveðju sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.