Lífið

270 lúkk á 90 dögum

Ærslabelgurinn Lindsay Lohan byrjar í níutíu daga meðferð í dag en hún var dæmd til að dúsa í henni eftir að hún laug að lögreglumönnum sem rannsökuðu bílslys sem hún lenti í síðasta sumar. Lindsay ætlar aldeilis ekki að vera lummó í meðferð.

“90 dagar og 270 lúkk,” skrifaði Lindsay við mynd sem hún setti á Instagram áður en hún tékkaði sig inn. Á myndinni sjást föt á rúi og stúi í íbúð hennar og eru þær þónokkrar ferðatöskurnar sem hún tók með sér blessunin.

Allt í drasli.
Aðdáendur hennar eru ánægðir með að hún ætli að vera smart á meðan hún vinnur í sínum málum.

Vonandi nær Lindsay stjórn á lífi sínu á þessum níutíu dögum.
“Tíska fer aldrei í frí. Gangi þér vel elskan. Við höldum með þér,” skrifaði einn aðdáandinn við myndina.

Var einu sinni ung og saklaus.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.