Innlent

Dauðadrukkin og á felgunni í Kópavogi

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af áberandi ölvaðri ungri konu á bíl í Kópavogi.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af áberandi ölvaðri ungri konu á bíl í Kópavogi.
Áberandi ölvuð kona um tvítugt, ók bíl sínum á grindverk í Kópavogi undir miðnætti og lauk þar skrautlegri ökuferð.

Þegar lögregla kom í vettvang kom í ljós áður hafði sprungið á tveimur dekkjum undir bílnum, en ekki liggur fyrir hvar eða hvernig það hefur gerst. Annað dekkið var horfið af felgunni og felgan nánast upp slitin, væntanlega eftir mikð neistaflug á meðan á því stóð. Konan, sem var ómeidd, var handtekinn og sefur nú úr sér ölvímuna í fangageymslu, en kranabíll fjarlægði bíl hennar af vetvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×