Innlent

Á ferð með hafnaboltakylfu og numu mann á brott

Jakob Bjarnar skrifar
Hópur manna var handtekinn í nótt í annarlegu ástandi, höfðu þá numið mann á brott með sér og barið með hafnarboltakylfu.
Hópur manna var handtekinn í nótt í annarlegu ástandi, höfðu þá numið mann á brott með sér og barið með hafnarboltakylfu.
Fjórir voru handteknir í Breiðholti grunaðir um líkamsárás og frelsissviptingu í nótt, að sögn lögreglu.

Hópurinn mun hafa ráðist að manni með hafnarbolta-kylfu, fært hann í bifreið og numið á brott en voru stöðvaðir af lögreglu skömmu síðar.

Ökumaðurinn, einn fjórmenninganna, er jafnframt grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknarhagsmuna. Sá sem varð fyrir árásinni var færður á slysadeild og er ekki vitað um áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×