Lífið

Lést úr lifrarbilun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jeff Hanneman, gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Slayer, lést í gær á spítala í Kaliforníu. Banamein hans var lifrarbilun.

Hanneman, sem var 49 ára gamall, hafði haldið sig frá tónleikahaldi með hljómsveitinni undanfarin tvö ár, en árið 2011 var hann bitinn af könguló og fékk í kjölfarið drepmyndandi fellsbólgu, ætandi bakteríusýkingu sem dreifir sér hratt.

Ekki er vitað hvort rekja má lifrarbilunina til sýkingarinnar, en það var gítarleikarinn Gary Holt úr hljómsveitinni Exodus sem hljóp í skarðið.

Hanneman gegndi lykilhlutverki í laga- og textasmíðum Slayer, en sveitin var stofnuð árið 1981 og er talin ein af áhrifamestu þungarokkssveitum sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.