Lífið

Obbosí! Hrasaði á rauða dreglinum

Leikkonan Zoe Saldana geislaði í kjól frá Vionnet og hælum frá Christian Louboutin þegar kvikmyndin Star Trek Into Darkness var frumsýnd í London í vikunni.

Eitthvað gekk Zoe illa að fóta sig og hrasaði fyrir utan kvikmyndahúsið. Sem betur fer komu meðleikarar hennar í myndinni, Alice Eve, Zachary Quinto og Benedict Cumberbatch, henni til hjálpar.

Traustir vinir.
Myndin verður frumsýnd innan skamms hér á landi en þess má til gamans geta að hluti af myndinni er tekinn upp á Íslandi og var það framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði tökuliðið.

Ekkert að þessum kjól.
Opið bak.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.