Lífið

Missti alla vinina í meðferð

X Factor-dómarinn Demi Lovato tékkaði sig inn í meðferð árið 2010 en hún hafði glímt við átröskun og aðra geðsjúkdóma um nokkurt skeið. Hún segist hafa komist að því hverjir raunverulegir vinir hennar voru eftir meðferðina.

“Ég hélt upp á afmælið mitt nokkrum mánuðum áður en ég fór í meðferð og það mættu nokkur hundruð manns. Í veislunni var fullt af fólki sem ég leit á sem mína nánustu vini,” segir Demi í viðtali við tímaritið Company. Hún eyddi þremur mánuðum á meðferðarheimilinu og allt breyttist.

Hörkusöngkona.
“Ég bjóst við fullt af skilaboðum og ósvöruðum símtölum þegar ég kveikti á símanum mínum eftir þriggja mánaða meðferð. Mín biðu fern smáskilaboð. Það opnaði augu mín.”

Góð í X Factor.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.