Sigmundur og Bjarni Ben í formlegar viðræður 4. maí 2013 17:29 Sigmundur og Bjarni Mynd Villi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í samtali við blaðamenn nú fyrir stundu. Lesa má yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi fjölmiðlum rétt í þessu, hér fyrir neðan:Frá því að forseti Íslands veitti mér umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður s.l. þriðjudag hef ég átt mjög gagnleg undirbúningssamtöl við forystumenn þeirra flokka sem fengu þingmenn kjörna í kosningunum í apríl. Ég hef einnig notað tímann til að fara yfir og rifja upp helstu áhersluatriði flokkanna í kosningabaráttunni sem á undan fór.Af hálfu míns flokks hef ég lagt áherslu á þau mál sem flokkurinn setti í forgang fyrir kosningar, einkum leiðréttingu á skuldum heimilanna. Auk þess hafa ýmis önnur mál verið reifuð. Þótt skoðanir séu skiptar um sumt, eins og vænta mátti, er mikill samhljómur í afstöðu flokka til margra mála. Það gefur von um að stjórnmálamenn ólíkra flokka muni geta sameinast um ýmis framfaramál á kjörtímabilinu. Það er niðurstaða mín að hefja nú formlegar stjórnarmyndunarviðræður á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ég met undirbúningssamtöl mín við formann Sjálfstæðisflokksins svo að góður vilji sé til þess af hans hálfu að vinna að útfærslu á aðgerðum vegna skuldamálanna með árangur fyrir heimilin í forgrunni lausnanna. Verði í því augnamiði horft til þeirra hugmynda að lausn sem Framsókn hefur unnið að og kynnt og jafnframt og um leið til þeirra útfærslna sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði lagt áherslu á, sem leið að sama marki.Eins og ég hef lagt áherslu á má tengja lausn þessara mála þeirri staðreynd að kröfuhafar í bú föllnu bankanna verða að sæta afföllum af kröfum sínum. Líkur standa til að fyrrgreindum aðilum sé þessi staða ljós. Ekki er því stefnt að því að endurreisn heimilanna valdi ríkissjóði búsifjum sem hann má ekki við.Margvísleg önnur mál bíða úrlausnar á kjörtímabilinu, mál sem geta haft mikil áhrif á velferð þjóðarinnar í bráð og lengd. Því er eðlilegt að leitast verði við, a.m.k. í fyrstu atrennu, að mynda stjórn með nægjanlega öflugan þingmeirihluta til að ríkisstjórn sem við hann styðst hafi afl til að sinna óvenju vandasömum verkum. Einnig er sjálfsagt við upphaf formlegra stjórnarmyndunarviðræðna að hafa ríka hliðsjón af þeim skilaboðum sem lesa má úr niðurstöðum nýafstaðinna kosninga. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í samtali við blaðamenn nú fyrir stundu. Lesa má yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi fjölmiðlum rétt í þessu, hér fyrir neðan:Frá því að forseti Íslands veitti mér umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður s.l. þriðjudag hef ég átt mjög gagnleg undirbúningssamtöl við forystumenn þeirra flokka sem fengu þingmenn kjörna í kosningunum í apríl. Ég hef einnig notað tímann til að fara yfir og rifja upp helstu áhersluatriði flokkanna í kosningabaráttunni sem á undan fór.Af hálfu míns flokks hef ég lagt áherslu á þau mál sem flokkurinn setti í forgang fyrir kosningar, einkum leiðréttingu á skuldum heimilanna. Auk þess hafa ýmis önnur mál verið reifuð. Þótt skoðanir séu skiptar um sumt, eins og vænta mátti, er mikill samhljómur í afstöðu flokka til margra mála. Það gefur von um að stjórnmálamenn ólíkra flokka muni geta sameinast um ýmis framfaramál á kjörtímabilinu. Það er niðurstaða mín að hefja nú formlegar stjórnarmyndunarviðræður á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ég met undirbúningssamtöl mín við formann Sjálfstæðisflokksins svo að góður vilji sé til þess af hans hálfu að vinna að útfærslu á aðgerðum vegna skuldamálanna með árangur fyrir heimilin í forgrunni lausnanna. Verði í því augnamiði horft til þeirra hugmynda að lausn sem Framsókn hefur unnið að og kynnt og jafnframt og um leið til þeirra útfærslna sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði lagt áherslu á, sem leið að sama marki.Eins og ég hef lagt áherslu á má tengja lausn þessara mála þeirri staðreynd að kröfuhafar í bú föllnu bankanna verða að sæta afföllum af kröfum sínum. Líkur standa til að fyrrgreindum aðilum sé þessi staða ljós. Ekki er því stefnt að því að endurreisn heimilanna valdi ríkissjóði búsifjum sem hann má ekki við.Margvísleg önnur mál bíða úrlausnar á kjörtímabilinu, mál sem geta haft mikil áhrif á velferð þjóðarinnar í bráð og lengd. Því er eðlilegt að leitast verði við, a.m.k. í fyrstu atrennu, að mynda stjórn með nægjanlega öflugan þingmeirihluta til að ríkisstjórn sem við hann styðst hafi afl til að sinna óvenju vandasömum verkum. Einnig er sjálfsagt við upphaf formlegra stjórnarmyndunarviðræðna að hafa ríka hliðsjón af þeim skilaboðum sem lesa má úr niðurstöðum nýafstaðinna kosninga.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira