Lífið

Mér var sagt að ég væri ekki nógu falleg

Leikkonan Winona Ryder er ein glæsilegasta leikkonan í bransanum en í byrjun ferilsins fékk hún ansi neikvæðar viðtökur í hinum harða Hollywood-heimi.

“Ég var í miðri áheyrnarprufu þegar sú sem var að velja í hlutverk sagði við mig: Heyrðu, stelpa. Þú ættir ekki að vera leikkona. Þú ert ekki nógu falleg. Þú ættir að snúa til þinna heimahaga og fara í skóla. Þú ert ekki með þetta,” lýsir Winona í viðtali við tímaritið Interview.

Ekki nógu falleg? Þvílíkt bull!
“Hún var mjög hreinskilin – ég held í sannleika sagt að hún hafi haldið að hún væri að gera mér greiða. Ég var fimmtán eða sextán ára. En það lýsir uppeldi sem ég fékk frá foreldrum mínum að ég brotnaði ekki,” bætir Winona við.

Eggjandi.
Ekkert að þessari mynd.
Kornung Winona.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.