Lífið

Ofurþjálfari selur húsið

Biggest Loser-þjálfarinn Jillian Michaels er búinn að setja hús sitt í Los Angeles á sölu. Jillian vill 2,45 milljónir dollara fyrir herlegheitin, tæplega þrjú hundruð milljónir króna.

Húsið er búið þremur svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum en Jillian er að íhuga að stækka við sig. Það er skiljanlegt því hún og kærasta hennar Heidi Rhoades eiga tvö börn saman, Lukensiu, tveggja ára og Phoenix, ellefu mánaða.

Jillian keypti húsið árið 2008 fyrir 1,565 milljónir dollara, tæplega tvö hundruð milljónir króna, og gæti því grætt skildinginn á sölunni.

Jillian er hörð í horn að taka.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.