Lífið

Flottar konur komu saman

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á mynd og notaðu örvarnar á lyklaborði til að fletta albúminu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Happ á Höfðatorgi í kvöld þar sem fjöldi kvenna í FKA, sem er félag kvenna í atvinnulífinu, kom saman á léttum fundi þar sem yfirskriftin var ,,Kvenímyndin: Skækjur, gyðjur eða töffarar?".

Fyrirlesarar kvöldsins, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé útibústjóri og Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona, ræddu meðal annars hvernig ungar stúlkur mótast, hlutverk í samfélaginu út frá kynferði og viðhorf til kvenímyndarinnar.  Í kjölfarið tóku félagskonur virkan þátt í umræðunum og deildu reynslu sinni.

Sjá meira um viðburðinn hér.

Smelltu á efstu mynd í fréttinni til að skoða albúmið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.