Fá hálfan milljarð í bætur Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2013 08:45 Urðu fyrir árás lögreglunnar sem tók bíl þeirra í misgripum fyrir flóttabíl morðingja. Fyrir nokkrum vikum var hér greint frá herfilegum mistökum lögreglunnar í Los Angeles þar sem hún hóf skothríð á blásaklausar mæðgur á pallbíl. Þær voru snemma að morgni að bera út blöð þegar kúlnahríðin dundi á bíl þeirra, en lögreglan var á höttunum eftir morðingja einum sem var á flótta á ekkert ólíkum bíl. Mæðgurnar voru reyndar á Toyota Tacoma en morðinginn á Nissan Titan pallbíl, svo það mætti aðeins uppfræða lögregluna í bílafræðum. Það hefði að minnsta kosti sparað ríkinu 4,2 milljónir dollara, en það er sú upphæð sem mæðgurnar fá í sinn vasa fyrir “ónæðið” af árásinni sem þær sluppu svo giftusamlega frá. Þessi upphæð samsvarar 491 milljón króna, svo mæðgurnar ættu að eiga fyrir salti í grautinn í dágóðan tíma og jafnvel keypt sér bíl sem stendur meira út úr fjöldanum ef svo illa vill til að lögreglan uppfæri ekki þekkingu sína á bílum! Það er víst betra að vera lifandi þegar maður er orðinn ríkur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent
Urðu fyrir árás lögreglunnar sem tók bíl þeirra í misgripum fyrir flóttabíl morðingja. Fyrir nokkrum vikum var hér greint frá herfilegum mistökum lögreglunnar í Los Angeles þar sem hún hóf skothríð á blásaklausar mæðgur á pallbíl. Þær voru snemma að morgni að bera út blöð þegar kúlnahríðin dundi á bíl þeirra, en lögreglan var á höttunum eftir morðingja einum sem var á flótta á ekkert ólíkum bíl. Mæðgurnar voru reyndar á Toyota Tacoma en morðinginn á Nissan Titan pallbíl, svo það mætti aðeins uppfræða lögregluna í bílafræðum. Það hefði að minnsta kosti sparað ríkinu 4,2 milljónir dollara, en það er sú upphæð sem mæðgurnar fá í sinn vasa fyrir “ónæðið” af árásinni sem þær sluppu svo giftusamlega frá. Þessi upphæð samsvarar 491 milljón króna, svo mæðgurnar ættu að eiga fyrir salti í grautinn í dágóðan tíma og jafnvel keypt sér bíl sem stendur meira út úr fjöldanum ef svo illa vill til að lögreglan uppfæri ekki þekkingu sína á bílum! Það er víst betra að vera lifandi þegar maður er orðinn ríkur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent