Lífið

Brúðkaupið kostaði milljarð

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan gekk að eiga fyrirsætuna Yvette Prieto á Palm Beach á Flórída um helgina og var ekkert til sparað á stóra daginn.

Herlegheitin kostuðu um það bil tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna, og var brúðkaupsveislan skipulögð af viðburðarstjórnandanum Sharon Sacks sem er afar vinsæl meðal stjarnanna.

Brúðarvalsinn.
Rúmlega þrjú hundruð gestir fögnuðu með parinu, þar á meðal golfarinn Tiger Woods, leikstjórinn Spike Lee og körfuboltamennirnir Scottie Pippen og Patrick Ewing. Tónlistarmennirnir Robin Thicke og Usher mættu líka og skemmtu gestum.

Pippen mætti.
Yvette klæddist glæsilegum silkikjól frá J’Aton Couture sem var skreyttur með Swarovski-kristöllum.

Gleði á kirkjutröppunum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.