Lífið

Ég prófa Botox ekki aftur

Leikkonan Gwyneth Paltrow opnar sig upp á gátt í maíhefti tímaritsins Harper’s Bazaar. Hún segir lesendum ýmislegt um sig sem þeir vissu pottþétt ekki.

Gwyneth er, eins og flestir vita, afar hrifin af öllu lífrænu en leyfir sér þó ýmislegt til að halda sér unglegri.

Ungleg er hún.
“Ég nota lífrænar fegurðarvörur en ég fer í lasermeðferðir. Það gerir lífið áhugavert að finna jafnvægið á milli sígaretta og tófú. Ég hef örugglega prófað allt,” játar Gwyneth. En hvað með lýtaaðgerðir?

Gwyneth segist reykja eina sígarettu á viku.
“Ég myndi örugglega verða hrædd við að fara í aðgerð en talið við mig þegar ég verð fimmtug. Ég er til í að prófa allt. Nema ég mun aldrei prófa Botox aftur. Þá leit ég út eins og ég væri vitfirt!”

Umdeild.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.