95 bíla árekstur í Virginia-fylki Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2013 19:17 Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent
Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent