Innlent

Skokka í Bolungarvíkurgöngum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Við höfum aðeins heyrt af þessu. Þetta er algjörlega andstætt því sem göngin hafa verið hugsuð fyrir," segir yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum í samtali við Bæjarins Besta.

Borið hefur á því að fólk á Vestfjörðum leggi leið sína í göngin, leggi þar bílum sínum og noti „innanhússaðstöðuna" til skokkæfinga. Samkvæmt umferðarlögum má hvorki stöðva ökutæki né leggja því í jarðgöngum.

„Fyrir utan það er loftið ekki heilnæmt þarna. Aðeins á að vera sú umferð sem er að fara í gegn og ekkert annað," segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum.

Hlynur segir að reikna megi með því að lögreglan hafi afskipti af hegðun sem þessari. Stöðubrot sé að leggja bifreiðum í göngum og ökumenn mega búast við sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×