Innlent

Tólf mál samþykkt á rúmum hálftíma

Umræða um stjórnskipunarlög er hafin en þar er rætt um tímabundin ákvæði um breytingu á stjórnarskrá og er hluti af frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem formenn Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna lögðu fram fyrir um tveimur vikum síðan.

Það var Sigurður Ingi Jóhannesson, þingmaður Framsóknarflokksins sem hélt fyrstu ræðuna, sem var í raun seinni hluti ræðu hans, því hann gerði hlé á ræðu sinni í fyrstu umræðu til þess að komast í matarhlé.

Búast má við að málið verði rætt í þaula enda önnur umræða um frumvarpið þar sem ræðutími er rúmur. Formenn stjórnarflokkanna hafa reynt að komast að samkomulagi um þinglok en það hefur ekki enn tekist þrátt fyrir töluverðar þreifingar.

Alþingi hefur hinsvegar verið iðið í morgun, enda samþykkti það 12 mál af 50 sem liggja fyrir á dagskrá þingsins, á rétt rúmum klukkutíma, þar af lög um starfsmannaleigur.

Þá var frumvarp um velferð dýra samþykkt í þriðju umræðu sem og niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×