Innlent

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild að skotárás

Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Tómasi Pálssyni Eyþórssyni sem var dæmdur í mars á síðasta ári fyrir hlutdeild í hættubroti þegar félagi hans skaut á bifreið upp á Bíldshöfða í Reykjavík í nóvember árið 2011.

Það var Tómas sem mælti sér mót við fórnarlambið vegna ágreinings um fjárskuld.

Félagi hans, sem skaut á bifreiðina, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi, þriðji maðurinn var sektaður vegna málsins, en Tómas fékk 18 mánaða fangelsi.

Nú var refsing hans þyngd upp í tvö ár, en hann er einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot vegna kylfu sem hann hafði í sínum fórum.

Tómasi er einnig gert að greiða fórnarlambinu 600 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×