Innlent

Eiginkona Hemma í einlægu viðtali: Lést líklega samstundis

Hermann Fannar Valgarðsson var þrítugur þegar hann lést.
Hermann Fannar Valgarðsson var þrítugur þegar hann lést. Mynd/Samsett mynd
„Um klukkan hálfellefu um kvöldið kvartaði hann yfir því að vera svolítið orkulaus, sagðist langa aðeins út að skokka til að hrista það af sér og dreif sig út eins og hann gerði svo oft," segir Sara Óskarsdóttir, eiginkona Hermanns Fannars Valgarðsson sem lést snögglega í nóvember árið 2011.

Sara var komin þrjá mánuði á leið þegar hann féll frá. Í viðtali við Vikuna lýsir hún kvöldinu þegar Hemmi, eins og hann var ávallt kallaður, lést.

„Þegar ég var ekki búin að heyra í honum í rúman klukkutíma þá varð ég pínulítið óróleg og hringdi í hann en hann svaraði ekki. Alls hringdi ég örugglega fimmtán sinnum því það var mjög óvenjulegt að hann svaraði ekki í símann sem hann var alltaf með á sér og svaraði nánast alltaf í," segir Sara.

Hún hringdi því næst í móður Hemma sem fór út að leita að honum. „Hún fann hann svo látinn uppi á hlaupabrautinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Læknarnir sögðu okkur að samkvæmt öllu hefði hann dáið samstundis enda virðist hann hafa dottið beint fram fyrir sig, hendurnar lágu við síðu og hann var með símann í vasanum. Skyndidauði var útskýringin sem við fengum en margar ástæður geta legið þar að baki," segir Sara.

Í viðtalinu fer Sara yfir samband þeirra Hemma, ekkjuklúbbinn sem hún gekk nýlega til liðs við og LUV-sjóðinn sem stofnaður var í minningu Hermanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×