Árni Johnsen um Gísla Martein: "Einhver alvitlausasti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur" Boði Logason skrifar 21. mars 2013 22:06 Árni Johnsen og Gísli Marteinn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30). Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30).
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira