Árni Johnsen um Gísla Martein: "Einhver alvitlausasti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur" Boði Logason skrifar 21. mars 2013 22:06 Árni Johnsen og Gísli Marteinn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30). Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30).
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira