Árni Johnsen um Gísla Martein: "Einhver alvitlausasti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur" Boði Logason skrifar 21. mars 2013 22:06 Árni Johnsen og Gísli Marteinn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30). Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30).
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira