Innlent

Stjórnarskrármálið áfram til umræðu á Alþingi í dag

Störf Alþingis er fyrsta mál á dagskrá þingfundar, sem boðaður er klukkan hálf ellefu, en eftir það verður fram haldið umræðu um stjórnarskrármálið.

Hlé var gert á þeirri umræðu klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, og þá sá hvergi nærri fyrir endan á henni.

Á eftir stjórnarskrárumræðunni eru 39 mál á dagskrá í dag, en ólíklegt er að þau komi til umræðu ef fram heldur sem horfir, í stjórnarskrárumræðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×