Innlent

Nakinn, ölvaður og dópaður maður tekinn í anddyri fjölbýlishúss

Alls nakinn, ölvaður og dópaður karlmaður, var handtekinn í anddyri fjölbýlishúss við Lindargötu í Reykjavík laust fyrir klukkan eitt í nótt, þar sem hann var að reyna að komast inn í húsið.

Utan dyra fundu lögreglumenn skyrtubol, sokka og skó mannsins, en ekki er vitað hvar hann glataði buxunum sínum og öðrum fatnaði, en hann býr fjarri umræddu húsi.

Hann þáði vistun í fangageymslum, fremur en akstur heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×