Innlent

Mæðgur í dópinu en börnin á meðan í reiðuleysi heima

Lögreglan handtók mæðgur, sem voru saman í bíl í Reykjavík undir kvöld í gær, eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra.

Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá þeim, þar sem meiri fíkniefni fundust og þar voru líka ung börn, sem mæðgurnar áttu að bera ábyrgð á.

Lögregla mat ástandið svo að rétt væri að kalla barnaverndaryfirvöld til, en ekki liggur fyrir til hvaða úrræða þau gripu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×