Innlent

Áhugaljósmyndarinn leiddur fyrir dómara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákæra yfir Eyþóri áhugaljósmyndara var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Eyþór var handtekinn í janúar, grunaður um að hafa boðið börnum og unglingum greiðslur fyrir að sitja fyrir nakin. Hann er talinn hafa nálgast þau í gegnum samskiptamiðla á netinu. Eyþór var viðstaddur þingfestinguna eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði.

Mál áhugaljósmyndarans er eitt fjölmargra kynferðisbrotamála sem hefur komið á borð lögreglunnar frá áramótum en fram hefur komið í fréttum að álagið á lögreglu vegna kynferðisbrotamála og þá sem veita þolendum kynferðisbrota aðstoð hefur sjaldan, en nokkurn tíma, verið meira en á síðustu tveimur mánuðum.

Skjáskot af samskiptum ljósmyndarans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×