Innlent

Lögreglan ætlar að „tísta“ um öll verkefni sín í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu muna taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni í kvöld og í nótt. Ekki er lögreglan að fara að tísta eins og smáfugl heldur ætlar embættið að tala þátt í alþjóðlegu Twitter-maraþoni þar sem tæplega 200 lögreglumenn um allan heim mun skrifar Twitter-færslur um verkefni sín.

Í færslu á Facebook segir lögreglan frá því að á stöðinni sé allt að verða tilbúið fyrir tíst-maraþonið í kvöld, en til stendur að segja frá öllum verkefnum lögreglunnar sem til þeirra koma á bilinu 18 - 06 í fyrramálið.

„Við munum leyfa ykkur að fylgjast með, kannski smella inn myndum og þessháttar," segir lögreglan á Facebook.

Hægt verður að fylgjast með á slóðinni www.twitter.com/logreglan , og skiptir engu hvort viðkomandi sé með twitter reikning eða ekki.

Tíst-maraþonið er hluti af alþjóðlegu maraþoni tæplega 200 lögregluliða um allan heim, en hægt er að fylgjast með öllum liðunum með því að slá inn "poltwt" í leitarglugga Twitter. Nú þegar eru lögreglan erlendis byrjuð að tísta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×