Innlent

Aðstæður fínar víða

Mynd/Heimasíða Hlíðarfjalls
Skíðasvæðin eru opin víða um land, í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan tíu til fjögur og ágætar aðstæður.

Í Böggvistaðafjalli við Dalvík verður opið til klukkan fimm og er færið mjög gott að því er segir í tilkynningu. Í Oddskarði er opið til klukkan fjögur og þar fer nú fram unglingameistaramót Íslands.

Skíðasvæði Ísafjaðarbæjar eru einnig opin til klukkan fimm í dag en í Bláfjöllum og í Skálafelli er hinsvegar lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×