Innlent

Kveikjum á kertum

Jarðarstund (e. Earth hour) fer fram í kvöld en um árlegan viðburð er að ræða sem fram fer í 150 löndum í þágu umhverfismála.

Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að taka þátt í stundinni sem hefst klukkan 20.30 og stendur yfir í klukkustund. Eru borgarbúar hvattir til þess að kveikja ekki rafmagnsljós heldur njóta stundarinnar og hugleiða hvað þeir geti lagt af mörkum í umhverfismálum.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds stendur fyrir tónleikum á Ingólfstorgi á meðan á Jarðarstund stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×