Innlent

Sigur Rós í Jimmy Fallon

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós frumflutti lagið Kveikur af samnefndri plötu sinni í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi.

Í inngangi Fallon að flutningi hljómsveitarinnar kemur fram að Sigur Rós hafi ekki komið fram í spjallþætti í tæpan áratug.

Platan er væntanleg í búðir þann 18. júní næstkomandi. Frammistöðu sveitarinnar í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Þá má einnig sjá áfangastaði sveitarinnar á árinu hér en greinilegt er að nóg verður um að vera hjá Sigur Rós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×