Innlent

Kannast einhver við kisu?

Gestur á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut fann kött fyrir utan staðinn að lokinni máltíð sinni rétt fyrir fyrir hálftólf í gærkvöldi. Gesturinn setti sig í samband við Vísi enda í mun um að kötturinn komist til síns heima.

Kötturinn vildi ekki yfirgefa gestinn sem tók hann heim með sér, gaf honum að borða og kúrði með hann í rúminu. Í morgun fór kötturinn svo í Kattholt.

Viðkomandi telur að læðan sé 1-1,5 árs gömul og greinilega heimilisköttur enda mjög vanur mannfólki og vanur að láta klappa sér. Kötturinn hafi greinilega ekki verið lengi úti þar sem feldurinn var hreinn og þurr, ekki í flækjum og lyktaði vel.

Heimasíða Kattholts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×