Ætla 2000 kílómetra á hlaupahjóli 23. mars 2013 20:38 Mynd/Úr einkasafni „Fólk skilur hvorki hvers vegna við gerum þetta né hvernig við ætlum að fara að þessu," segir Norðmaðurinn Tristan Hauff sem stefnir á að skrá nafn sitt í Heimsmestabók Guinnes. Þann 30. maí leggur Hauff af stað í ferðalag ásamt félaga sínum Rainer Livet. Félagarnir, sem báðir eru rétt skriðnir yfir tvítugt, ætla á hlaupahjóli frá Ottawa til St. John's í Kanada eða um 2000 kílómetra leið. Félagarnir reikna með 39 dögum í ferðalagið og það eru örugglega fáir sem gera sér betur grein fyrir hve langan tíma ferðalagið mun taka. Árið 2009 héldu félagarnir nefnilega til Englands þar sem þeir hjóluðu suður eftir Englandi um 1700 kílómetra. „Við hjóluðum í 25 daga og það rigndi í 17 þeirra. Það var erfitt að fara á fætur því við vissum að við þyrftum að hjóla 60 kílómetra á hverjum degi. Við lögðum í hann klukkan 8.30 og hjóluðum til kl. 19 á hverjum degi með tveggja tíma hléi í heildina," segir Hauff. Hann segir þá hafa hitt skemmtilegt fólk á leið sinni og síðan þá horft á lífið út frá öðrum vinkli. Minni áhersla sé á stressið og meiri á litlu hlutina í lífinu. Hlaupahjólaævintýri félaganna hófst árið 2008. Þá slógu þeir orðið „hlaupahjól" inn í leitarvél á Internetinu og nokkru síðar voru þeir um 60 þúsund krónum fátækari. En hlaupahjólunum ríkari. Nokkrum mánuðum síðar voru þeir mættir til Englands í fyrrnefnda ferð. Hlaupahjól eru, líkt og á Íslandi, vinsæl hjá yngstu kynslóðinni og notuð á flugvöllum og verslunarmiðstöðum í Noregi. Hlaupahjól þeirra félaga eru þó öðruvísi og sjaldséðari með stærri dekkjum. Í raun minna hjólin töluvert á hefðbundin hjól ef frá er talið að afturdekkið er minna og það eru engin fótstig eða gírar. Hauff segir Norðmenn á eftir öðrum Evrópubúum þegar komi að þeirri tegund hlaupahjóla sem þeir nota. „Það er synd því maður beitir öllum líkamanum á hjólunum án þess að fara illa með hnén eins og við skokk eða vera fastur í sömu stöðu með bak, hnakka og axlir líkt og á hefðbundnum reiðhjólum."Viðtalið við Hauff í heild sinni má sjá á vef Aftenposten. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
„Fólk skilur hvorki hvers vegna við gerum þetta né hvernig við ætlum að fara að þessu," segir Norðmaðurinn Tristan Hauff sem stefnir á að skrá nafn sitt í Heimsmestabók Guinnes. Þann 30. maí leggur Hauff af stað í ferðalag ásamt félaga sínum Rainer Livet. Félagarnir, sem báðir eru rétt skriðnir yfir tvítugt, ætla á hlaupahjóli frá Ottawa til St. John's í Kanada eða um 2000 kílómetra leið. Félagarnir reikna með 39 dögum í ferðalagið og það eru örugglega fáir sem gera sér betur grein fyrir hve langan tíma ferðalagið mun taka. Árið 2009 héldu félagarnir nefnilega til Englands þar sem þeir hjóluðu suður eftir Englandi um 1700 kílómetra. „Við hjóluðum í 25 daga og það rigndi í 17 þeirra. Það var erfitt að fara á fætur því við vissum að við þyrftum að hjóla 60 kílómetra á hverjum degi. Við lögðum í hann klukkan 8.30 og hjóluðum til kl. 19 á hverjum degi með tveggja tíma hléi í heildina," segir Hauff. Hann segir þá hafa hitt skemmtilegt fólk á leið sinni og síðan þá horft á lífið út frá öðrum vinkli. Minni áhersla sé á stressið og meiri á litlu hlutina í lífinu. Hlaupahjólaævintýri félaganna hófst árið 2008. Þá slógu þeir orðið „hlaupahjól" inn í leitarvél á Internetinu og nokkru síðar voru þeir um 60 þúsund krónum fátækari. En hlaupahjólunum ríkari. Nokkrum mánuðum síðar voru þeir mættir til Englands í fyrrnefnda ferð. Hlaupahjól eru, líkt og á Íslandi, vinsæl hjá yngstu kynslóðinni og notuð á flugvöllum og verslunarmiðstöðum í Noregi. Hlaupahjól þeirra félaga eru þó öðruvísi og sjaldséðari með stærri dekkjum. Í raun minna hjólin töluvert á hefðbundin hjól ef frá er talið að afturdekkið er minna og það eru engin fótstig eða gírar. Hauff segir Norðmenn á eftir öðrum Evrópubúum þegar komi að þeirri tegund hlaupahjóla sem þeir nota. „Það er synd því maður beitir öllum líkamanum á hjólunum án þess að fara illa með hnén eins og við skokk eða vera fastur í sömu stöðu með bak, hnakka og axlir líkt og á hefðbundnum reiðhjólum."Viðtalið við Hauff í heild sinni má sjá á vef Aftenposten.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira