Innlent

Opið í Bláfjöllum í dag

Í Bláfjöllum
Í Bláfjöllum
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta slegist í hóp með skíðaáhugafólki um allt land í dag því undantekningalítið eru helstu skíðasvæði landsins opin.

Í Bláfjöllum er troðinn þurr snjór, hiti rétt undir frostmarki og háskýjað. Opið verður frá kl. 10-17. Einnig er opið í Oddskarði, Böggvisstaðafjalli við Dalvík, í Tungudal á Ísafirði, í Hlíðarfjalli og á Siglufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×