Innlent

Tveir unglingar ógnuðu fólki með hnífi

Lögreglan handtók tvo 16 ára pilta við bensínstöð í Kópavogi eftir að þeir höfðu ógnað fólki með hnífi.

Lögregla kallaði foreldra drengjanna til, og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar í hvaða tilgangi þeir voru að ógna fólkinu, en engan mun hafa sakað.

Upp úr miðnætti var svo maður handtekinn eftir að hafa brotið rúðu í verslun við Hverfisgötu. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×