Ríkisstjórnin setti Íslandsmet 11. mars 2013 18:50 Vantrauststillaga Þórs Saari á hendur ríkisstjórnarinnar var felld í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Er það í annað sinn á kjörtímabilinu sem ríkisstjórnin stendur af sér vantrauststillögu, og er það í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem það gerist. „Ég hafði búist við því að fleiri stjórnarliðar myndu fylgja sannfæringu sinni og treysta því að þjóðarvilji væri réttur og fengi að ráða för og að Alþingi bæri að fara að þjóðarvilja. En það var greinilegt að það var ekki niðurstaðan í dag og það veldur mér vonbrigðum," segir Þór Saari í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, en hann ætlar ekki að styðja frumvarp formanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar um breytingar á stjórnarskránni. Hann segir málið endanlega dautt. „Ég held að þetta þing sem nú situr og meirihlutinn hér hann hafi slátrað því endanlega á miðvikudag í síðustu viku og gerði svo endanlega út af við það í dag. Því miður þá verður að finna hér einhverjar aðrar aðferðir við það að breyta stjórnarskránni ef að það verður einhvern tímann gert." „Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem við fengum núna. Þetta gat alveg farið á báða vegu en ég bjóst frekar við því að við myndum standa þetta af okkur eins og við höfum gert áður," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Það er mjög dýrmætt fyrir okkur í stjórnarflokkunum að fá þessa traustsyfirlýsingu sem að þarna kom þannig að það er ótvírætt að ríkisstjórnarflokkarnir hafa hér meirihluta og ég vona að minnihlutinn í þinginu virði það." En hversu tæpt stóð ríkisstjórnin á tímabili? „Ég held ekki að hún hafi staðið tæpt, með 32 atkvæði og 29 sem vildu fella hana. Ég er bara mjög ánægð með þessa niðurstöðu og fagna henni." Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vantrauststillaga Þórs Saari á hendur ríkisstjórnarinnar var felld í dag með 32 atkvæðum gegn 29. Er það í annað sinn á kjörtímabilinu sem ríkisstjórnin stendur af sér vantrauststillögu, og er það í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun sem það gerist. „Ég hafði búist við því að fleiri stjórnarliðar myndu fylgja sannfæringu sinni og treysta því að þjóðarvilji væri réttur og fengi að ráða för og að Alþingi bæri að fara að þjóðarvilja. En það var greinilegt að það var ekki niðurstaðan í dag og það veldur mér vonbrigðum," segir Þór Saari í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, en hann ætlar ekki að styðja frumvarp formanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar um breytingar á stjórnarskránni. Hann segir málið endanlega dautt. „Ég held að þetta þing sem nú situr og meirihlutinn hér hann hafi slátrað því endanlega á miðvikudag í síðustu viku og gerði svo endanlega út af við það í dag. Því miður þá verður að finna hér einhverjar aðrar aðferðir við það að breyta stjórnarskránni ef að það verður einhvern tímann gert." „Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem við fengum núna. Þetta gat alveg farið á báða vegu en ég bjóst frekar við því að við myndum standa þetta af okkur eins og við höfum gert áður," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Það er mjög dýrmætt fyrir okkur í stjórnarflokkunum að fá þessa traustsyfirlýsingu sem að þarna kom þannig að það er ótvírætt að ríkisstjórnarflokkarnir hafa hér meirihluta og ég vona að minnihlutinn í þinginu virði það." En hversu tæpt stóð ríkisstjórnin á tímabili? „Ég held ekki að hún hafi staðið tæpt, með 32 atkvæði og 29 sem vildu fella hana. Ég er bara mjög ánægð með þessa niðurstöðu og fagna henni."
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira