Afsökunarbeiðni krafist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 14:23 Myndir/Sport.is/Hilmar Þór Guðmundsson Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var þá ýtt af velli af Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, eftir að leiknum lauk en Daníel ætlaði að mynda fögnuð ÍR-inga. Fjallað var um málið á Vísi í gær en formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, Rakel Ósk Sigurðardóttir, sagði þá framkomu starfsmanns Rúv til skammar. Stjórnin fer fram á í yfirlýsingu sinni að Daníel verði beðinn afsökunar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nýjar reglur hafi verið í gildi fyrir fjölmiðlafólk, þar með talið ljósmyndara, á leikjum helgarinnar í bikarkeppni HSÍ. Þær reglur voru þó ekki kynntar fyrir ljósmyndadeild né heldur íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis.Yfirlýsingin í heild sinni: „Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna." Handbolti Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var þá ýtt af velli af Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, eftir að leiknum lauk en Daníel ætlaði að mynda fögnuð ÍR-inga. Fjallað var um málið á Vísi í gær en formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, Rakel Ósk Sigurðardóttir, sagði þá framkomu starfsmanns Rúv til skammar. Stjórnin fer fram á í yfirlýsingu sinni að Daníel verði beðinn afsökunar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að nýjar reglur hafi verið í gildi fyrir fjölmiðlafólk, þar með talið ljósmyndara, á leikjum helgarinnar í bikarkeppni HSÍ. Þær reglur voru þó ekki kynntar fyrir ljósmyndadeild né heldur íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis.Yfirlýsingin í heild sinni: „Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna."
Handbolti Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53
Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39
Rúv bannar myndatökur á gólfinu Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik. 10. mars 2013 16:03