Tæki lögreglumann fram yfir listamann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 14:54 „Það er enginn að fylgjast með ölvunarakstri á þessum tíma sólarhrings og enginn að fylgjast með hraðakstri. Það er engin löggæsla á götum Vestmannaeyja á þessum tíma. Það er ástand sem getur ekki viðgengist," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi í dag er enginn lögreglumaður á vakt fjóra tíma á hverjum sólarhring. Um er að ræða tímabilið frá 03-07 á næturnar á virkum dögum og frá 06-10 um helgar. Ástæðuna má rekja til niðurskurðar hjá ríkinu en svona hefur staðan verið í tæp tvö ár. „Við höfum haft af þessu miklar áhyggjur og áður en til þessa niðurskurðar kom lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun. Við óttuðumst að þetta myndi skerða öryggi íbúa í Vestmannaeyjum á margvíslegan máta," segir Elliði. Hann minnir á að hlutverk lögreglu sé ekki aðeins að koma í veg fyrir glæpi og rannsaka þá. „Lögreglan er mikilvægasti öryggisventill allra samfélaga. Lögreglan er í þannig þjónustu að það er nánast sama hvaða vá eða hættu ber að hendi að lögreglan er fyrsta viðbragð."Almennir borgarar geta ekkert gert Fjörutíu ár eru liðin síðan allir íbúar í Vestmannaeyjum þurftu að flýja heimili sitt vegna eldgoss. Elliði minnir á að lögreglan sé alltaf fyrsti viðbragðsventillinn komi upp eldgos, jarðskjálfti eða hópslys hvort sem er í Vestmannaeyjum eða annars staðar. „Okkur þykir mjög sárt að ventillinn sé gerður þetta miklu þrengri en verið hefur," segir Elliði. Ýmislegt geti gerst á þessum tíma sem löggæsla liggi niðri. „Ef svo illa færi að það yrðu heimiliserjur eða áflog á götu úti geta almennir borgarar ekkert gert nema horft á nema hætta eigin lífi og limum," segir Elliði. Þetta sé staða sem geti ekki viðgengist. Elliði segist hafa skilning á að ríkið þurfi að draga saman. Þó þurfi að forgangsraða betur.Búa við minna öryggi „Ef ég þarf að velja um það hvort það sé lögreglumaður á vakt eða listamaður á listamannalaunum þá vel ég lögreglumanninn. Þótt ég vilji ekki gera lítið úr hinum erum við sem þjóð í þeirri stöðu að þurfa að velja og hafna. Hér í Vestmannaeyjum viljum við löggæslu, heilsugæslu og menntun sem forgangsatriði," segir Elliði. Hann segist engu að síður mjög hlynntur menningu og listum. Aðspurður hvort Vestmannaeyingar hafi fundið fyrir niðurskurðinum í löggæslu undanfarin tvö ár segir Elliði: „Það er engin spurning að við búum við minna öryggi. Eftir samtöl við lögreglumenn þá telja þeir að lögbrjótar stíli frekar inn á þennan tíma. Það segir sig sjálft." Tengdar fréttir Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð "Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." 13. mars 2013 11:37 Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Það er enginn að fylgjast með ölvunarakstri á þessum tíma sólarhrings og enginn að fylgjast með hraðakstri. Það er engin löggæsla á götum Vestmannaeyja á þessum tíma. Það er ástand sem getur ekki viðgengist," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi í dag er enginn lögreglumaður á vakt fjóra tíma á hverjum sólarhring. Um er að ræða tímabilið frá 03-07 á næturnar á virkum dögum og frá 06-10 um helgar. Ástæðuna má rekja til niðurskurðar hjá ríkinu en svona hefur staðan verið í tæp tvö ár. „Við höfum haft af þessu miklar áhyggjur og áður en til þessa niðurskurðar kom lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun. Við óttuðumst að þetta myndi skerða öryggi íbúa í Vestmannaeyjum á margvíslegan máta," segir Elliði. Hann minnir á að hlutverk lögreglu sé ekki aðeins að koma í veg fyrir glæpi og rannsaka þá. „Lögreglan er mikilvægasti öryggisventill allra samfélaga. Lögreglan er í þannig þjónustu að það er nánast sama hvaða vá eða hættu ber að hendi að lögreglan er fyrsta viðbragð."Almennir borgarar geta ekkert gert Fjörutíu ár eru liðin síðan allir íbúar í Vestmannaeyjum þurftu að flýja heimili sitt vegna eldgoss. Elliði minnir á að lögreglan sé alltaf fyrsti viðbragðsventillinn komi upp eldgos, jarðskjálfti eða hópslys hvort sem er í Vestmannaeyjum eða annars staðar. „Okkur þykir mjög sárt að ventillinn sé gerður þetta miklu þrengri en verið hefur," segir Elliði. Ýmislegt geti gerst á þessum tíma sem löggæsla liggi niðri. „Ef svo illa færi að það yrðu heimiliserjur eða áflog á götu úti geta almennir borgarar ekkert gert nema horft á nema hætta eigin lífi og limum," segir Elliði. Þetta sé staða sem geti ekki viðgengist. Elliði segist hafa skilning á að ríkið þurfi að draga saman. Þó þurfi að forgangsraða betur.Búa við minna öryggi „Ef ég þarf að velja um það hvort það sé lögreglumaður á vakt eða listamaður á listamannalaunum þá vel ég lögreglumanninn. Þótt ég vilji ekki gera lítið úr hinum erum við sem þjóð í þeirri stöðu að þurfa að velja og hafna. Hér í Vestmannaeyjum viljum við löggæslu, heilsugæslu og menntun sem forgangsatriði," segir Elliði. Hann segist engu að síður mjög hlynntur menningu og listum. Aðspurður hvort Vestmannaeyingar hafi fundið fyrir niðurskurðinum í löggæslu undanfarin tvö ár segir Elliði: „Það er engin spurning að við búum við minna öryggi. Eftir samtöl við lögreglumenn þá telja þeir að lögbrjótar stíli frekar inn á þennan tíma. Það segir sig sjálft."
Tengdar fréttir Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð "Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." 13. mars 2013 11:37 Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð "Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." 13. mars 2013 11:37
Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12