Leifur heppni í norðurljósunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2013 10:28 Stjörnuhimininn yfir Íslandi var sérstaklega glæsilegur í gærkvöldi þegar norðurljósin dönsuðu fyrir landsmenn eins og þeim einum er lagið. Þetta var annað kvöldið í röð sem norðurljósin heilsuðu svo hressilega upp á landsmenn og fjölmarga erlenda ferðamenn sem geta hrósað happi yfir tímasetningu heimsóknar sinnar. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, var einn fjölmargra sem var með myndavél á lofti í gærkvöldi. Náði hann glæsilegum myndum af Leifi heppna Eiríkssyni á Skólavörðuholtinu sem tók sig sérstaklega vel út í litadýrðinni. Myndirnar má sjá stærri með því að smella á þær.Mynd/Egill AðalsteinssonMynd/Egill AðalsteinssonHalastjarnan PanStarrsMynd/Gísli Már ÁrnasonStjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bauð gestum og gangandi í heimsókn í Gróttu á Nesinu í gærkvöldi. Tæplega 300 manns mættu og fengu að njóta sérfræðiþekkingar spekinganna. Halastjarnan PanStarrs, sem birtist á stjörnuhimninum í síðustu viku, var á sínum stað og náði Gísli Már Árnason myndinni glæsilegu hér að ofan. Þar má sjá halastjörnuna rétt vinstra megin við miðja mynd. Tunglið og Júpíter áttu einnig mánaðarlegt stefnumót í gærkvöldi svo nóg var að sjá þegar horft var í átt til stjarnanna. Ekki eru líkur á mikilli norðurljósavirkni yfir landinu næstu daga. Hægt er að fylgjast með norðurljósaspá á heimasíðu Veðurstofunnar. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur reglulega fyrir viðburðum þar sem gestir geta fengið ráðleggingar og upplýsingar. Er fólk hvatt til að mæta með stjörnukíkja, rykfallna sem ekki, og fá kennslu á gripina. Fleiri myndir frá gærkvöldinu má sjá á Stjörnufræðivefnum. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Stjörnuhimininn yfir Íslandi var sérstaklega glæsilegur í gærkvöldi þegar norðurljósin dönsuðu fyrir landsmenn eins og þeim einum er lagið. Þetta var annað kvöldið í röð sem norðurljósin heilsuðu svo hressilega upp á landsmenn og fjölmarga erlenda ferðamenn sem geta hrósað happi yfir tímasetningu heimsóknar sinnar. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, var einn fjölmargra sem var með myndavél á lofti í gærkvöldi. Náði hann glæsilegum myndum af Leifi heppna Eiríkssyni á Skólavörðuholtinu sem tók sig sérstaklega vel út í litadýrðinni. Myndirnar má sjá stærri með því að smella á þær.Mynd/Egill AðalsteinssonMynd/Egill AðalsteinssonHalastjarnan PanStarrsMynd/Gísli Már ÁrnasonStjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bauð gestum og gangandi í heimsókn í Gróttu á Nesinu í gærkvöldi. Tæplega 300 manns mættu og fengu að njóta sérfræðiþekkingar spekinganna. Halastjarnan PanStarrs, sem birtist á stjörnuhimninum í síðustu viku, var á sínum stað og náði Gísli Már Árnason myndinni glæsilegu hér að ofan. Þar má sjá halastjörnuna rétt vinstra megin við miðja mynd. Tunglið og Júpíter áttu einnig mánaðarlegt stefnumót í gærkvöldi svo nóg var að sjá þegar horft var í átt til stjarnanna. Ekki eru líkur á mikilli norðurljósavirkni yfir landinu næstu daga. Hægt er að fylgjast með norðurljósaspá á heimasíðu Veðurstofunnar. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur reglulega fyrir viðburðum þar sem gestir geta fengið ráðleggingar og upplýsingar. Er fólk hvatt til að mæta með stjörnukíkja, rykfallna sem ekki, og fá kennslu á gripina. Fleiri myndir frá gærkvöldinu má sjá á Stjörnufræðivefnum.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira