Bændur klippa enn halann af Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2013 18:45 Mynd/Heimasíða Miðskersbúsins Algengt er að íslenskir svínabændur klippi sjálfir halann af grísum sínum. Þrátt fyrir það segir í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína að aðeins megi skera halann af telji dýralæknir brýna nauðsyn til. Dýralæknir eigi að framkvæma aðgerðina. Töluverð umræða hefur skapast um svínabúskap hér á landi á íslenskum samfélagsmiðlum eftir sýningu danska sjónvarpsþáttarins Hallarinnar á Rúv í gærkvöldi. Hafa spurningar vaknað um aðbúnað svína hér á landi í kjölfarið.Í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína frá 2011 kemur fram að óheimilt sé að klippa skott (hala) af grísum nema dýralæknir telji brýna nauðsyn til. Þá verði dýralæknir að framkvæma deyfinguna enda hafa aðrir ekki leyfi til þess að fara með deyfilyf. „Þetta hefur ekki almennilega komist til framkvæmda ennþá," segir Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis. Tvær ástæður séu fyrir því. Annars vegar hafi gengið illa að fá dýralækna til þess að taka að sér að gelda grísina og skera halana en aðgerðirnar eru vanalega framkvæmdar við sama tilefni. Hvers vegna gangi illa að fá dýralækna í verkefnið segir Gunnar Örn: „Ég skal ekki segja hver ástæðan er fyrir því. Þetta eru ansi margir grísir og þarf að gera reglulega, einu sinni í viku á stóru svínabúunum," segir Gunnar Örn. Hin ástæðan sé sú að svínabændurnir á stóru búunum hafi ekki verið tilbúnir að greiða dýralæknum fyrir þjónustuna. Núverandi lög gefa þann möguleika að þjálfa mann til þess að framkvæma verkin. Ekki hefur enn komið til þess að sögn Gunnars Arnar. Tilraun leiddi til aukinna bitatilfellaGrísir í MiðskeriMynd/Heimasíða MiðskersbúsinsGunnar nefnir eitt dæmi af stóru svínabúi þar sem sleppt hafi verið að klippa halana af grísunum í tilraunaskyni. Átti að reyna að uppfylla dýraverndunarákvæðin í fyrrnefndri reglugerð sem samþykkt var sumarið 2011. „Í samráði við bóndann sem rekur þetta stóra svínabú var þetta reynt og fengum við mörg fleiri tilfelli af halabiti," segir Gunnar Örn. Biti fylgi ígerð í halastúfinn sem leiði til bólgu í halanum. „Til bráðabirgða var ákveðið að bíða aðeins með þetta," segir Gunnar Örn. Hann segir marga þætti spila inn í hvað varðar ástæður þess að grísir nagi hala hvers annars. Helst þann að grísirnir hafi ekkert annað gera. Reynt hafi verið að setja leikföng inn til grísanna án mikils árangurs. „Ég vil að það komi fram að það sé ekki endilega þannig að grísunum líði illa vegna þrengsla. Það hef ég ekki séð. Þeir eru glaðir og kátir alls staðar þar sem maður kemur," segir Gunnar Örn. Hann segir um atferlislegt vandamál að ræða hjá grísunum þegar komi að halabiti. Gunnar Örn segist sjálfur hafa séð fyrrnefndan danskan sjónvarpsþátt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að ýmislegt sé öðruvísi í þeirri mynd sem birtist á skjá landsmanna í gær og í íslenskum svínabúum sé ýmislegt líkt. „Allt þetta kerfi hjá okkur er danskt. Öll uppbygging á húsunum, loftræstikerfin og stíukerfin. Þetta er allt danskt," segir Gunnar Örn. „Þessi búskapur þyrfti ákveðna aðlögun til þess að gera þessar breytingar," segir Gunnar Örn. Dýralæknar séu þó ekki sáttir við að aðgerðirnar séu framkvæmdar án deyfingar. „Við erum ekki sáttir við að grísir séu geldir eða halarnir klipptir af án deyfingar. En þá þarf að fá dýralækni til þess því leikmenn mega ekki vera með þessi lyf," segir Gunnar Örn. Þurfa aldrei að klippa halana af grísunumSvín í MiðskersbúiMynd/Heimasíða Miðskersbúsins„Samband okkar við dýrin er mjög persónulegt. Þau eru svo fá og við fylgjumst vel með þeim," segir Bjarney Pálína Benediktsdóttir svínaræktandi á Miðskeri við Höfn í Hornafirði. Miðsker er eitt þeirra búa hér á landi þar sem svín eru alin upp við vistvænar aðstæður. Þau eru alin á hreinræktuðu korni og kartöflum. Gylturnar ganga lausar í rúmgóðum stígum og skapast náið samband bóndans við svínin. „Þau fá alltaf hálm inn í stíurnar og hey. Þau geta rótað í því alla daga. Við þurfum aldrei að klippa hala. Það er rúmt um þau og þau hafa nóg að gera í hálminum," segir Bjarney sem ásamt eiginmanni sínum, Sævari Kristni Jónssyni, hafa fengist við svínarækt í nítján ár. Hjónin voru mest með fimmtán gyltur en nú eru þær tíu. „Við höfum ekki verið með fleiri en við ráðum almennilega við," segir Bjarney. „Við erum að handgefa dýrunum tvisvar til þrisvar á dag. Erum að dúlla okkur í þessu." Gylturnar eiga grísi rúmlega tvisvar á ári og er grísunum slátrað 5-6 mánaða gömlum. „Við erum með litla kjötvinnslu og vinnum kjötið hér." Hjónin selja langmest kjötsins til hótela og annarra aðila í nágrenninu. Þó geta Reykvíkingar fengið beikon frá búinu í Frú Laugum í Laugarneshveri. Aðspurð um aðbúnað svína á hefðbundnum búum segir Bjarney: „Ég hef ekki komið inn í verksmiðjubú í mörg ár. En ég veit að það er allt öðruvísi og aðbúnaður öðruvísi. Það er ekki endilega að fólk vilji það en reglurnar leyfa það," segir Bjarney. Hægt er að panta vörur og kynna sér þjónustu Miðskersbúsins á heimasíðu þess, sjá hér. Á Bjarteyjarsandi er einnig boðið upp á vörur „Beint frá býli".Afurðirnar til sölu í MiðskersbúinuMynd/Heimasíða MiðskersbúsinsFyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um velferð dýra. Frumvarpið hefur verið í meðferð þingsins frá því október og er komið til annarrar umræðu. Var málið á dagskrá þingsins í dag en ekki er útlit fyrir að tími gefist fyrir það vegna umræðu um stjórnskipunarlög áður en yfirstandandi þingi lýkur. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Algengt er að íslenskir svínabændur klippi sjálfir halann af grísum sínum. Þrátt fyrir það segir í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína að aðeins megi skera halann af telji dýralæknir brýna nauðsyn til. Dýralæknir eigi að framkvæma aðgerðina. Töluverð umræða hefur skapast um svínabúskap hér á landi á íslenskum samfélagsmiðlum eftir sýningu danska sjónvarpsþáttarins Hallarinnar á Rúv í gærkvöldi. Hafa spurningar vaknað um aðbúnað svína hér á landi í kjölfarið.Í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína frá 2011 kemur fram að óheimilt sé að klippa skott (hala) af grísum nema dýralæknir telji brýna nauðsyn til. Þá verði dýralæknir að framkvæma deyfinguna enda hafa aðrir ekki leyfi til þess að fara með deyfilyf. „Þetta hefur ekki almennilega komist til framkvæmda ennþá," segir Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis. Tvær ástæður séu fyrir því. Annars vegar hafi gengið illa að fá dýralækna til þess að taka að sér að gelda grísina og skera halana en aðgerðirnar eru vanalega framkvæmdar við sama tilefni. Hvers vegna gangi illa að fá dýralækna í verkefnið segir Gunnar Örn: „Ég skal ekki segja hver ástæðan er fyrir því. Þetta eru ansi margir grísir og þarf að gera reglulega, einu sinni í viku á stóru svínabúunum," segir Gunnar Örn. Hin ástæðan sé sú að svínabændurnir á stóru búunum hafi ekki verið tilbúnir að greiða dýralæknum fyrir þjónustuna. Núverandi lög gefa þann möguleika að þjálfa mann til þess að framkvæma verkin. Ekki hefur enn komið til þess að sögn Gunnars Arnar. Tilraun leiddi til aukinna bitatilfellaGrísir í MiðskeriMynd/Heimasíða MiðskersbúsinsGunnar nefnir eitt dæmi af stóru svínabúi þar sem sleppt hafi verið að klippa halana af grísunum í tilraunaskyni. Átti að reyna að uppfylla dýraverndunarákvæðin í fyrrnefndri reglugerð sem samþykkt var sumarið 2011. „Í samráði við bóndann sem rekur þetta stóra svínabú var þetta reynt og fengum við mörg fleiri tilfelli af halabiti," segir Gunnar Örn. Biti fylgi ígerð í halastúfinn sem leiði til bólgu í halanum. „Til bráðabirgða var ákveðið að bíða aðeins með þetta," segir Gunnar Örn. Hann segir marga þætti spila inn í hvað varðar ástæður þess að grísir nagi hala hvers annars. Helst þann að grísirnir hafi ekkert annað gera. Reynt hafi verið að setja leikföng inn til grísanna án mikils árangurs. „Ég vil að það komi fram að það sé ekki endilega þannig að grísunum líði illa vegna þrengsla. Það hef ég ekki séð. Þeir eru glaðir og kátir alls staðar þar sem maður kemur," segir Gunnar Örn. Hann segir um atferlislegt vandamál að ræða hjá grísunum þegar komi að halabiti. Gunnar Örn segist sjálfur hafa séð fyrrnefndan danskan sjónvarpsþátt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að ýmislegt sé öðruvísi í þeirri mynd sem birtist á skjá landsmanna í gær og í íslenskum svínabúum sé ýmislegt líkt. „Allt þetta kerfi hjá okkur er danskt. Öll uppbygging á húsunum, loftræstikerfin og stíukerfin. Þetta er allt danskt," segir Gunnar Örn. „Þessi búskapur þyrfti ákveðna aðlögun til þess að gera þessar breytingar," segir Gunnar Örn. Dýralæknar séu þó ekki sáttir við að aðgerðirnar séu framkvæmdar án deyfingar. „Við erum ekki sáttir við að grísir séu geldir eða halarnir klipptir af án deyfingar. En þá þarf að fá dýralækni til þess því leikmenn mega ekki vera með þessi lyf," segir Gunnar Örn. Þurfa aldrei að klippa halana af grísunumSvín í MiðskersbúiMynd/Heimasíða Miðskersbúsins„Samband okkar við dýrin er mjög persónulegt. Þau eru svo fá og við fylgjumst vel með þeim," segir Bjarney Pálína Benediktsdóttir svínaræktandi á Miðskeri við Höfn í Hornafirði. Miðsker er eitt þeirra búa hér á landi þar sem svín eru alin upp við vistvænar aðstæður. Þau eru alin á hreinræktuðu korni og kartöflum. Gylturnar ganga lausar í rúmgóðum stígum og skapast náið samband bóndans við svínin. „Þau fá alltaf hálm inn í stíurnar og hey. Þau geta rótað í því alla daga. Við þurfum aldrei að klippa hala. Það er rúmt um þau og þau hafa nóg að gera í hálminum," segir Bjarney sem ásamt eiginmanni sínum, Sævari Kristni Jónssyni, hafa fengist við svínarækt í nítján ár. Hjónin voru mest með fimmtán gyltur en nú eru þær tíu. „Við höfum ekki verið með fleiri en við ráðum almennilega við," segir Bjarney. „Við erum að handgefa dýrunum tvisvar til þrisvar á dag. Erum að dúlla okkur í þessu." Gylturnar eiga grísi rúmlega tvisvar á ári og er grísunum slátrað 5-6 mánaða gömlum. „Við erum með litla kjötvinnslu og vinnum kjötið hér." Hjónin selja langmest kjötsins til hótela og annarra aðila í nágrenninu. Þó geta Reykvíkingar fengið beikon frá búinu í Frú Laugum í Laugarneshveri. Aðspurð um aðbúnað svína á hefðbundnum búum segir Bjarney: „Ég hef ekki komið inn í verksmiðjubú í mörg ár. En ég veit að það er allt öðruvísi og aðbúnaður öðruvísi. Það er ekki endilega að fólk vilji það en reglurnar leyfa það," segir Bjarney. Hægt er að panta vörur og kynna sér þjónustu Miðskersbúsins á heimasíðu þess, sjá hér. Á Bjarteyjarsandi er einnig boðið upp á vörur „Beint frá býli".Afurðirnar til sölu í MiðskersbúinuMynd/Heimasíða MiðskersbúsinsFyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um velferð dýra. Frumvarpið hefur verið í meðferð þingsins frá því október og er komið til annarrar umræðu. Var málið á dagskrá þingsins í dag en ekki er útlit fyrir að tími gefist fyrir það vegna umræðu um stjórnskipunarlög áður en yfirstandandi þingi lýkur.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira