Innlent

Þú munt bara sjá svona einu sinni á ævinni

Sævar Helgi
Sævar Helgi
Halastjarnan Ison er á leið til jarðarinnar og birtist okkur í 60 milljón kílómetra fjarlægð á jóladag.

„Hún mun fara framhjá okkur í 60 milljón kílómetra fjarlægð á jóladag á þessu ári en skömmu áður í nóvember, mun hún fara framhjá sólinni í aðeins 1,2 milljón kílómetra hæð - hún eiginlega sleikir sólina bókstaflega. Ef hún lifir ferðalagið gæti þetta orðið ein glæsilegasta halastjarna sem sést hefur á himinum um árabil og jafnvel þess vegna aldir. Það er reyndar margt óljóst ennþá," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

„Við gætum séð hala yfir nánast allan himinninn, mjög tignarlegan og stórglæsilegan. Þetta er fyrirbæri sem sást síðast 1910 eða 1680 - svo þetta er svona einu sinni á ævinni tækifæri," segir Sævar Helgi.

„Ef hún lifir ferðalagið framhjá sólinni munum við sjá hana á himninum frá nóvember alveg fram í janúar eða febrúar."

Hlusta má á þetta áhugaverða viðtal við Sævar Helga hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×